Hjörtur Hjartar flytur úr landi: „Margra mun ég sakna – annað er gott að skilja eftir heima“

Hjörtur Hjartarsson fyrrum fréttamaður á Sýn flutti í morgun til Barcelona á Spáni þar sem hann mun stunda nám á næstunni. Hjörtur var sendur heim af HM Í Rússlandi í sumar vegna óæskilegrar hegðunnar og í kjölfarið sagði hann upp starfi sínu hjá Sýn.

Yfirmenn Hjartar sendu hann heim eftir að hann áreitti Eddu Sif Pálsdóttur fréttakonu RÚV. Atvikið vakti hörð viðbrögð í íslensku samfélagi. Hjörtur sagði á sínum tíma að hann skildi viðbrögðin sem framkoma hans vakti vel, áfengisneysla sé engin afsökun fyrir slíkri hegðun.

Hjörtur tilkynnti að hann væri að flytja af landi á Facebook síðu sinni í morgun og setti inn mynd af sér við Keflavíkurflugvöll. Hann sagðist þakklátur fyrir reynslu undanfarinna mánuða.

Sjá einnig: Hjörtur Hjartarson lætur af störfum: „Það er bæði sanngjörn og sjálsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum”

„Oft á tíðum geta aðstæður sem maður telur vera ákveðna endastöð leitt af sér algjörlega nýtt og betra upphaf,“ skrifar Hjörtur.

Hann segir ferlið sem hann hefur gengið í gegnum undanfarna mánuði hafa verið afar þroskandi og að hann hafi lært mikið á þessum tíma, bæði um sjálfan sig og um hvað hann á mikið af góðu fólki í kringum sig.

Nú held ég til Barcelona þar sem ég mun á næstu dögum hefja masters-nám. Margra mun ég sakna- annað er gott að skilja eftir heima

Konur úr fjölmiðlaheiminum sendu frá sér yfirlýsingu eftir atvikið í sumar þar sem þær óskuðu eftir því að yfirmenn fjölmiðla myndu tryggja öryggi þeirra á vinnustað með því að ráða ekki ofbeldismenn.

Auglýsing

læk

Instagram