Hlustaðu á nýtt stuðningsmannalag fyrir íslenska landsliðið í fótbolta: Ísland alla leið

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson hefur samið nýtt stuðningsmannalag fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Lagið má heyra hér fyrir neðan.

Ísland mætir Tékklandi í forkeppni Evrópumótsins 2016 í fótbolta í kvöld. Samúel segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að lagið sé í frönskum stíl þar sem Evrópumótið fer fram í Frakklandi á næsta ári.

Þar sem við stefnum alla leið til Frakklands næsta sumar er lagið í frönsk-íslenskum harmonikkuvals stíl. Nú er bara að ímynda sér að við séum mætt til Parísar að syngja og styðja strákana.

Hægt er að sækja lagið hér. „Eins eru nótur og gítarhljómar fyrir þig til að koma fólkinu þínu í réttu stemninguna. Ísland alla leið,“ segir Sammi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram