Íslandi lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi

Dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í Rússlandi í Kremlarhöllinni í Moskvu nú rétt í þessu. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki en liðunum er skipt í fjóra styrkleikaflokka út frá heimslista FIFA. Strákarnir okkar fá það erfiða verkefni að leika í D-riðli með  Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Gary Lineker og Maria Komandnaya sáu um dráttinn og fengu góða hjálp frá stórum knattspyrnustjörnum eins og Diego Maradona, Fabio Cannavaro og Gordon Banks.

HM í Rússlandi hefst 14. júní og lýkur með úrslitaleik mótsins í Moskvu 15. júlí.

 

Auglýsing

læk

Instagram