Íslenska karlalandsliðið í fótbolta í FIFA 18: „Jákvætt markaðslega fyrir íslenskan fótbolta“

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í tölvuleiknum FIFA 18, sem kemur út 29. september. Leikurinn er einn sá vinsælasti í heimi en eins og þjóðin man eftir var liðið ekki í leiknum í fyrra. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Í yfirlýsingu frá KSÍ segist formaðurinn Guðni Bergsson ánægður með niðurstöðunna. „Mér finnst þetta jákvætt markaðslega fyrir íslenskan fótbolta, gaman fyrir okkar stuðningsmenn og einnig leikmennina sjálfa,“ segir hann.

Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta séu góðar fréttir fyrir þá tugi þúsunda spilara sem að spila leikinn hér á landi. „Og auðvitað hina fjölmörgu FIFA spilara um allan heim sem hafa hrifist af leik og árangri íslenska landsliðsins undanfarin misseri.“

Auglýsing

læk

Instagram