Íslenski hópurinn óánægður með forsíðumynd Fréttablaðsins, myndin fjarlægð úr safni

Myndin af Gretu Salóme sem er á forsíðu Fréttablaðsins í dag hefur verið fjarlægð úr myndasafni Eurovision. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar kemur einnig fram að myndin hafi verið fjarlægð vegna þess að íslenska hópnum hafi fundist hún óviðeigandi og að keppnin hafi beðið Gretu afsökunar.

Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að hún birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Myndin er tekin á æfingu Gretu í gær og athygli flestra hefur beinst að rassi hennar, sem er lítillega sýnilegur á myndinni.

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið, er ánægð með myndina. „Hún er góð og listræn sem fangar hreyfingu og sýnir vel flotta konu og flottan kjól,“ sagði hún í samtali við RÚV.

Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska hópsins, sagði á RÚV að hópurinn myndi ekki tjá sig um myndina.

Auglýsing

læk

Instagram