Jameela Jamil gáttuð á nýjum líkamsfarða Kim Kardashian

[the_ad_group id="3076"]

Leikkonan Jameela Jamil gagnrýndi Kim Kardashian á samfélagsmiðlum í gær. Kardashian hefur verið dugleg að auglýsa nýjustu vöru sína, farða fyrir líkamann, undanfarna daga en Jamil segir að hún muni ekki nota slíkar vörur.

„Vinnan sem færi í það að taka þetta allt af fyrir svefninn svo að þú eyðileggir ekki lökin þín..Guð minn góður. Ég vill frekar sætta mig við öll slitin mín og exem. Það er nógu mikið vesen að taka af mér maskarann. Sparaðu pening og tíma og gefðu þér smá pásu,“ skrifar Jamil á Twitter við auglýsingu Kardashian.

Jamil er þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum The Good Place en hún hefur verið dugleg að predika jákvæða sjálfsmynd og líkamsímynd kvenna á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Hún hefur áður gagnrýnt Kardashian þegar hún auglýsti megrunarsleikjó.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram