Jay-Z selur gras

Jay-Z, eiginmaður Beyonce, rappari og frumkvöðull tilkynnti á dögunum að hann hyggðist ganga til liðs við grænkerafyrirtækið Caliva í Kaliforníufylki.

Sjá einnig: Nýja Lion King lagið eftir Beyonce er komið út – Hlustaðu á lagið

Jay-Z mun sinna markaðsmálum hjá fyrirtækinu, sem sérhæfir sig í dreifingu kannabis, en kannabis er nú löglegt í 11 ríkjum Bandaríkjanna. Samkvæmt Rolling Stone mun starf rapparans að miklu leiti snúast um félagsleg vandkvæði sem fylgja lögleiðingu vímuefnisins, meðal annars með því að vera talsmaður fólks sem ákært og dæmt var fyrir vörslu, neyslu eða sölu efnisins áður en það var gert löglegt og sé af þeim sökum haldið utan hins löglega bransa.

Hann er ekki fyrsti rapparinn sem tekur hliðarspor inn á marijúana markaðinn en kollegar hans Snoop Dogg, 2 Chainz og B-Real hafa allir gert það gott í bransanum.

Auglýsing

læk

Instagram