Jökull Logi gefur út sína fyrstu plötu

Tónlistarmaðurinn Jökull Logi sendi í dag frá sér sína fyrstu plötu. Platan heitir In Wedding og inniheldur fimm lög. Jökull fékk aðstoð frá rapparanum Matty Wood$ og saxófónleikaranum Sölva Kolbeinssyni við gerð plötunnar sem má hlusta á hér að neðan.

Jökull er fæddur og uppalinn á Stokkseyri. Hann var að ljúka þriggja ára háskólanámi í Berlín og býr nú í Reykjavík. Þetta er hans fyrsta plata en hann hefur áður gefið út lög með Daða Frey og hljómsveitinni LESULA.

Ég samdi þessa plötu á meðan ég bjó í Wedding sem er hverfi í Berlín, og þaðan kemur nafnið á plötunni,” segir Jökull.

Hann segist hafa verið aðdáandi Matty Wood$ lengi og að hann hafi haft samband við hann í gegnum tónlistarveituna Soundcloud. Matty Wood$  syngur á laginu Kush No. 5.

„Sölvi Kolbeinsson er djass saxófónleikari sem ég tók upp í Funkhaus stúdíóinu fyrir lögin Conversations og Oldsmobile. Ég kynntist honum þegar ég rambaði alveg óvart inn á tónleika með hljómsveitinni hans Volcano Bjorn í Berlín.”

Jökull segist stefna á að gefa út meira efni á næstunni, hvort sem hann geri það einn eða með öðrum listamönnum. Hann segir að hann hafi sérstakan áhuga á því að vinna með hip hop tónlistarmönnum.

Hlustaðu á plötuna In Wedding

 

Auglýsing

læk

Instagram