Jónsi og Troye Sivan með nýtt lag saman

Auglýsing

Nýtt lag eftir Jónsa úr Sigur Rós og ástralska söngvarann Troye Sivan birtist í stiklu fyrir kvikmyndina Boy Erased sem skartar Lucas Hedges og óskarsverðlaunahöfunum Russell Crowe og Nicole Kidman í aðalhlutverki en Sivan leikur einnig hlutverk í myndinni.

Lagið heitir „Revelation“ en veftónlistartímaritið Pitchfork greinir frá þessu. Sjáðu stikluna hér að neðan.

Myndin fjallar um son Baptistaprests sem þarf að fara í umbreytimeðferð við samkynhneigð sinni eftir að foreldrar hans komast að því að hann er samkynhneigður. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember.

Sivan er einnig nýbúinn að gefa út lag með tónlistarkonunni vinsælu Ariönu Grande. Lagið heitir Dance To This og er á væntanlegri plötu Sivan sem kemur út í ágúst.

Heyra má lag þeirra félaga í stiklunni

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram