KÁ/AKÁ gefur út fimm laga plötu og fær aðstoð frá Birki Bekk

Norðlenski rapparinn Halldór Kristinn Harðarson eða KÁ/AKÁ sendi í dag frá sér fimm laga plötu sem kappinn kallar Bitastæður. Halldór vann plötuna að mestu í samvinnu við Björn Val ásamt því að fá aðstoð frá góðum vinum í völdum lögum.

Birkir Bekkur spilar stórt hlutverk og þá rappar Emmsjé Gauti með Halldóri í laginu Meir. Halldór segir í samtali við Nútímann að platan fjalli að mestu um síðustu misseri í hans lífi. „Ég vildi bara gera dót sem var ekkert of flókið, heldur bara fimm bangers sem fá blóðið til að streyma,“ segir Halldór.

Platan kemur út í heild á Spotify en heyra má brot hér að neðan

Jæja hérna kemur það loksins.Bitastæður er out! Það var eitthvað vesen með seinasta lagið á teipinu, en á mínútu 1:58…

Posted by Halldór Kristinn Harðarson on Miðvikudagur, 1. nóvember 2017

Auglýsing

læk

Instagram