Kona fer í stríð er framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Auglýsing

Kvikmyndin Kona fer í stríð, sem leikstýrt var af Benedikt Erlingssyni, hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018.

Fimm kvikmyndir frá Norðurlöndunum eru tilnefndar, ein frá hvoru landi. Úrslit verða tilkynnt þann 30. október næstkomandi í Osló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Þetta verður í 15. skipti sem verðlaunin verða afhent.

Sigurmyndin fær um 350 þúsund danskar krónur í verðlaun eða tæpar sex milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð skiptist jafnt á milli handritshöfunda, leikstjóra og framleiðanda.

Kvikmyndin Vetrarbræður er tilnefnd frá Danmörku en það var Hlynur Pálmason sem leikstýrði henni og sá um handritsgerð.

Auglýsing

Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 eru:

Ísland: Kona fer í stríð

Leikstjórn og handrit: Benedikt Erlingsson, Ólafur Egill Egilsson (handrit). Framleiðendur: Marianne Slot, Carine Leblanc og Benedikt Erlingsson.

Danmörk: Vetrarbræður

Leikstjórn og handrit: Hlynur Pálmason. Framleiðendur: Julie Waltersdorph Hansen, Per Damgaard Hansen og Anton Máni Svansson.

Finnland: Góðhjartaði drápsmaðurinn

Leikstjórn og handrit: Teemu Nikki. Framleiðendur: Jani Pösö og Teemu Nikki.

Noregur: Thelma

Leikstjórn og handrit: Joachim Trier, Eskil Vogt (handrit). Framleiðandi: Thomas Robsahm.

Svíþjóð: Korparna

Leikstjórn og handrit: Jens Assur. Framleiðendur: Jan Marnell, Tom Persson og Jens Assur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklingur í karrý

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram