Femínistar, skátar og Skálmöld berjast um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó

Eins og Nútíminn greindi frá í júní hefur Strætó sett af stað leik þar sem farþegar og aðrir geta spreytt sig á að skreyta vagn eins og þeim sýnist. Á annað þúsund tillögur hafa borist á vefnum Meistaraverk.is og þær eru nánast jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Smelltu hér til að skoða tillögurnar.

Sjá einnig: Tíu stórkostlegar tillögur sem ættu að vera búnar að fá miklu fleiri atkvæði í hönnunarkeppni Strætó

Keppninni lýkur í lok vikunnar og línurnar eru farnar að skýrast. Feminíski vagninn, Skátavagninn og Skálmaldarvagninn raða sér í efstu sætin og Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti stuðningsfólk vagnanna þriggja og spurði af hverju fólk ætti að kjósa vagnana þrjá. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Nútíminn ræddi við Hildi Lilliendahl, sem er á meðal forsprakka vefsins KÞBAVD.is, skátahöfðingjann Mörtu Magnúsdóttur og Jón Geir Jóhannsson, trommara Skálmaldar.

Auglýsing

læk

Instagram