Logi Bergmann er leiður á gaurum sem þurfa endilega að láta alla vita hvað allt er ömurlegt

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann veltir fyrir sér af hverju fólk býst við því versta og sjái dökku hliðarnar fyrst í pistli í Fréttablaðinu í morgun. „Af hverju verðum við svona reið yfir öllu mögulegu?“ spyr Logi.

Opna í nýjum flipa: Áslaug Arna les sjö ömurleg ummæli um sjálfa sig af internetinu

„Ég er orðinn svo leiður á gaurum sem eru fastir á krónísku þunglyndislegu trúnaðarstigi og þurfa endilega að láta alla vita hvað allt er ömurlegt,“ skrifar Logi.

„Það er líka svo merkilegt að í kringum þetta fólk eru venjulega bara vitleysingar og bjánar. En svo er pæling: Er það ekki aðeins of mikil tilviljun ef allir í kringum þig eru hálfvitar nema þú?“

Síðustu daga hefur Logi séð fólk taka kast yfir því að Morgunblaðið komi óumbeðið inn um lúguna hjá því, hljóðunum í töskum hjá ferðamönnum, of mörgum forsetaframbjóðendum, lattélepjandi liði og að allt sé fullt af hjólreiðamönnum í spandexi. Hann segir að það sé hægt að mæta þessu öðruvísi.

„Maður fær Moggann ókeypis. Ferðamenn hafa gjörbreytt efnahagnum og fyllt landið af skemmtilegu fólki. Það er frábært að allir geti boðið sig fram. Latté er sennilega það sem hefur helst hjálpað íslenskum kúabændum og fengið fullorðið fólk til að drekka mjólk. En ég get fallist á að það ættu að vera reglur um það hverjir mega klæða sig í spandex,“ skrifar Logi.

Nú er komið sumar. Það er fínt veður. Eigum við kannski í smástund að vera sátt við það að þetta er bara með bærilegasta móti? Gleðjast yfir því að þurfa ekki að skafa í einhverju fáránlegu júníhreti? Reyna að njóta dagsins og vera létt. Er það ekki eitthvað?

Logi segist ekki geta lofað blómum, sólskini og betra kynlífi. „En – ég get lofað ykkur að ef þið farið þessa leið verður allt heldur skárra.“

Smelltu hér til að lesa pistil Loga.

Auglýsing

læk

Instagram