Nýir sketsaþættir á RÚV taka á sig mynd

Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum verður Drekasvæðið, nýr sketsaþáttur, á dagskrá RÚV í vetur. Þættirnir eru skrifaðir af Ara Eldjarn, Braga Valdimar Skúlasyni og Guðmundi Pálssyni. Kristófer Dignus leikstýrir en þessi hópur var einnig á bakvið síðasta áramótaskóp, sem þótti afar vel heppnað.

Nútíminn birtir hér fyrstu myndina af leikhópi Drekasvæðisins en ásamt höfundunum leika Saga Garðarsdóttir, Hilmar Guðjónsson, María Heba Þorkelsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir í þáttunum.

Þættirnir verða átta talsins og tökur hefjast í október. Þættirnir hefjast svo í mars og verða á laugardagskvöldum.

Stórveldið framleiðir þættina en félagarnir Simmi og Jói seldu hluti sína í fyrirtækinu á dögunum. Sama dag birti fyrirtækið svokallað „showreel“-myndband á Facebook sem sýnir hvað það hefur fengist við undanfarin ár. Myndbandið er afar hressandi:

Auglýsing

læk

Instagram