Nýtt myndband Twenty One Pilots tekið upp á Íslandi: „Þú finnur ekki svona landslag í Bandaríkjunum”

Bandaríska hljómsveitin Twenty One Pilots sendi í gær frá sér nýtt myndband við lagið Jumpsuit. Myndbandið er tekið upp á Íslandi, nánar tiltekið í Fjaðrárgljúfri. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Í myndbandinu sem er frekar óhugnanlegt er söngvari sveitarinnar, Tyler Joseph, í aðalhlutverki en einnig má sjá rauða veru á hestbaki. Myndbandið var birt á Youtube í gær og nú þegar hafa hátt í 5 milljón manns horft á það.

Twenty One Pilots eiga marga aðdáendur víða um heim en þekktasta lag þeirra er lagið Stressed Out. Líflegar umræður hafa myndast um nýja myndbandið á samfélagsmiðlinum Reddit. Þar eru aðdáendur sveitarinnar ánægðir með valið á staðsetningu fyrir myndbandið.

„Ég er svo ánægður að þeir ákváðu að taka það upp þarna. Ísland er annar heimur, ég ætla að fara aftur þangað sem allra fyrst,” segir einn notandinn. Annar bendir á að svona landslag finnist ekki í Bandaríkjunum.

Horfðu á myndbandið við lagið Jumpsuit

Auglýsing

læk

Instagram