Salka Sól hélt hún myndi aldrei verða ólétt: „Ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því að komast að eigin ófrjósemi“

Auglýsing

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld opnaði sig á Instagram í dag um ferlið sem hún og unnusti hennar, tón­list­armaður­inn Arn­ar Freyr Frosta­son, gengu í gegnum til þess að hún yrði ólétt. Parið greindi frá óléttunni á samfélagsmiðlum í gær en Salka segir í dag að hún hafi haldið í mörg ár að hún myndi aldrei geta orðið ólétt.

Sjá einnig: Salka Sól og Arnar Freyr eiga von á barni: „Getum ekki beðið eftir því að verða fjölskylda“

„Ég var sett á allskonar pillur og lyf fór í aðgerðir á eggjastokkum, en ekkert virtist ganga. Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og ólettum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið,“ skrifar Salka á Instagram.

Hún og Arnar fóru á fund hjá Livio í Reykjavík, en Livio er stærsta fyrirtæki Norður Evrópu í meðferðum á ófrjósemi, og ákvaðu að fara í tæknifrjóvgun. Salka segir að það sé langt og strangt ferli en tæknifrjóvgunin hafi gengið hjá þeim í fyrstu tilraun.

Auglýsing

„Það var því svo mikill léttir þegar hún gekk hjá okkur í fyrstu tilraun eftir allar sorgina sem gekk á undan. Við náðum aðeins einu eggi sem var sett i frysti og síðan var það sett upp. Þess vegna köllum við þann sem er i bumbunni Litla Lurkinn okkar Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta opinberlega, sorgin og kvíðinn sem fylgdi þessu var einfaldlega of mikill. Ég var hins vegar mjög opin með þetta við fólkið mitt, en núna finnst mér gott að létta af mér. Við getum ekki beðið eftir því að verða foreldrar þessa barns,“ segir Salka.

View this post on Instagram

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar🥰 Í mörg ár hélt ég að myndi aldrei geta orðið ólétt og síðustu ár var allt reynt til að láta það gerast. Ég var sett á allskonar pillur og lyf fór í aðgerðir á eggjastokkum, en ekkert virtist ganga. Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og ólettum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið. Við Arnar fórum svo á fund hjá Livio og ákváðum að fara í tæknifrjóvgun sem er langt og strangt ferli. Það var því svo mikill léttir þegar hún gekk hjá okkur í fyrstu tilraun eftir allar sorgina sem gekk á undan. Við náðum aðeins einu eggi sem var sett i frysti og síðan var það sett upp. Þess vegna köllum við þann sem er i bumbunni Litla Lurkinn okkar 🍦 Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta opinberlega, sorgin og kvíðinn sem fylgdi þessu var einfaldlega of mikill. Ég var hins vegar mjög opin með þetta við fólkið mitt, en núna finnst mér gott að létta af mér. Við getum ekki beðið eftir því að verða foreldrar þessa barns. 😭❤👼

A post shared by 🔸S A L K A 🔸 S Ó L 🔸 (@salkaeyfeld) on

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram