Sigmar Guðmunds féll: „Ég ætla aldrei að gefast upp fyrir þessum ógeðissjúkdómi“

Auglýsing

Sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson féll fyrir tveimur vikum. Hann birtir hreinskilinn pistil á Facebook þar sem hann segist hafa fallið „vegna eigin kæruleysis og vanmats á þessum ömurlega sjúkdómi.“

Sigmar er alkahólisti og segir sjúkdóminn hafa markerað líf sitt frá unglingsárum. Hann segist hafa náð yfirhöndinni árið 2004 og í kjölfarið fylgdi átta ára edrúmennska.

Fyrir ári féll hann og fór til Svíþjóðar í meðferð.

Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sannfærður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekkert uppá stuðninginn sem ég fékk, frá öllum í kringum mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slíkan stuðning skilið eftir þetta rugl.

 

Auglýsing

Hann féll svo aftur fyrir tveimur vikum. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn svekktur útí sjálfan mig. Vonleysið og niðurbrotið var algert,“ segir hann.

„Og fjölskyldan mín leið að sjálfsögðu fyrir fallið, meira en ég sjálfur. Svona lagað spyrst út. Og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fellur þá stendur maður upp og heldur áfram.“

Hann segist vera heppinn að eiga góða vini, foreldra og börn sem studdu sig.

„En það lán mitt að eiga Júlíönu Einarsdóttur að í þessum hremmingum bjargaði sennilega lífi mínu,“ segir hann.

„Ef það er einhver sem hefur stutt mig, stappað í mig stálinu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafnvel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkóhólisma. Hún minnir mig á að ég er ekki vondur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu.

Við mér blasir nú að vinna til baka traust hennar, barnanna minna, foreldra, vina og vinnufélaga. Það skal takast. Merkilegt nokk þá hefst sú ganga í náttfötum og slopp við Grafarvoginn. Þangað ætla ég á morgun.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram