Sjáðu geggjaða Shrek-eftirhermu sem varð til í langri bílferð

Auglýsing

Systkinin Maria og T.J. Karras voru á leiðinni heim úr ferðalagi með foreldrum sínum um helgina en þegar bílferðin dróst á langinn tók T.J. til sinna mála.

Hann lék atriði milli Shrek og Asnans úr teiknimyndinni Shrek en myndband sem Maria systir hans setti á Twitter vakti mikla athygli, ekki síst fyrir hversu góð eftirherma T.J. var. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

 „Föst í bíl með þessu í tvo tíma“ skrifaði Maria á Twitter

Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið mikla athygli en þegar þetta er skrifað eru tæplega 300 þúsund manns búin að líka við það á Twitter og því hefur verið endurtíst yfir 100 þúsund sinnum.

Auglýsing

Aðspurður að því hvernig T.J. nái að negla eftirhermurnar svona vel sagðist hann hafa hermt eftir atriðunum í kvikmyndunum um Shrek síðan hann var lítill og hann muni línurnar svona vel því hann hafi séð myndirnar of oft.

Myndbandið sló í gegn á Twitter og fólk vildi ýmist taka hann með í næsta ferðalag

Eða gefa honum Tony-verðlaunin, sem eru veitt fyrir söngleiki og leiksýningar á Broadway

Aðrir urðu ástfangnir af honum

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram