Sjónvarpsþáttaröðin Stella Blómkvist hefur fengið hæstu endurgreiðsluna á árinu

Sjónvarpsþáttaröðin Stella Blómkvist hefur fengið hæstu endurgreiðsluna vegna framleiðslukostnaðar á þessu ári. Endurgreiðslur úr Kvikmyndasjóði Íslands vegna framleiðslukostnaðar á þessu ári nema  369.530.601 krón­um. Stella Blómkvist í framleiðslu Sagafilm fékk 112 milljónir króna. Þetta kemur fram í yfirliti sem birtist á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Sjóður­inn end­ur­greiðir fram­leiðend­um kvik­mynda eða sjón­varps­efn­is á Íslandi 25% fram­leiðslu­kostnaðar sem til fell­ur hér á landi. Hlutfallið var hækkað úr 20 prósentum fyrir tveimur árum til að auka samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar.

Framleiðslukostnaðurinn við sjónvarpsþáttaröðina Stellu Blómkvist var því um 448 milljónir króna. Þættirnir voru sýndir í sjónvarpi Símans.

Sjá einnig: Myndband: Rapparinn Joey Christ leikur alræmdan undirheimahund í Stellu Blómkvist

Næst á eft­ir Stellu Blóm­kvist í röðinni er kvik­mynd­in Ég man þig sem gerð var eft­ir sam­nefndri bók Yrsu Sig­urðardótt­ur, með tæp­lega 60 millj­ón­ir króna, í fram­leiðslu Zik Zak. Þar á eft­ir sjón­varpsþætt­irn­ir Big­gest looser sem fram­leidd­ir voru af Sagafilm og fengu um 41 millj­ón króna end­ur­greidda.

Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson fékk 26 milljónir og Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðarson tæpar 19 milljónir.

Endurgreiðslur vegna verkefna sem lauk árið 2017 námu samtals um 961 milljón króna. Þá fékk framleiðslufyrirtækið Truenorth hæstu endurgreiðsluna vegna erlendu kvikmyndarinnar Justice League eða rúmar 150 milljónir króna.

Auglýsing

læk

Instagram