Sjónvarpsþátturinn Sítengd fékk Dóra DNA til að yfirgefa Instagram: „Fastur í vefnum. Hjálp“

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, best þekktur sem Dóri DNA, greindi frá því á Twitter í gær að hann hefði sofnað í baráttu sinni við tíma og einbeitingu. Halldór áttaði sig á þessu eftir að hafa horft á sjónvarpsþáttinn Sítengd þar sem fjallað var um áhrif samfélagsmiðla.

Þátturinn Sítengd hafði töluvert verri áhrif á mig en ég hélt. Eins og ég hefði sofnað á verðinum í baráttunni um tíma minn og einbeitingu. Skrifa þetta á samfélagsmiðil. Fastur í vefnum. Hjálp,“ skrifaði Dóri í tísti sem vakti töluverða athygli.

https://twitter.com/DNADORI/status/1064463166611079168

Halldór var ekki lengi að bregðast við og birti annað tíst skömmu síðast þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið samfélagsmiðilinn Instagram.

https://twitter.com/DNADORI/status/1064490585506136064

Sítengd – veröld samfélagsmiðla er í umsjón þeirra Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Þátturinn er á dagskrá á RÚV. Þar er rýnt í heim samfélagsmiðla og hvaða áhrif miðlarnir hafa á líf okkar.

Auglýsing

læk

Instagram