Skapari Köngulóarmannsins og Doctor Strange látinn

Steve Ditko, annar skapari myndasagnanna um Köngulóarmanninn, er látinn níræður að aldri. Lögreglan í New York staðfesti fregnirnar en Ditko fannst látinn í íbúð sinni að því er kemur fram í frétt The Hollywood Reporter.

Ditko vann með Stan Lee, aðalristjóra myndasöguútgáfunnar Marvel Comics, að sköpun Köngulóarmannsins, eða Spider-Man eins og hann heitir á frummálinu, árið 1961. Lee fólk Ditko sköpun Köngulóarmannsins eftir óánægju með störf fyrri teiknara. Ditko á heiðurinn af útliti Köngulóarmannsins en hann hannaði hinn sögufræga rauða og bláa búning og hæfileikum hans að skjóta köngulóarvef úr lófunum.

Köngulóarmaðurinn birtist fyrst í tölublaði Amazing Fantasy númer 15 og sló óvænt í gegn sem varð til þess að ofurhetjan fékk sína eigin myndasögu, The Amazing Spider-Man. Dikto kom einnig að sköpun þekktra persóna í myndasögunum um Köngulóarmanninn, svo sem Doctor Octopus, Sandman og Green Goblin.

Ditko skapaði einnig ofurhetjuna Doctor Strange árið 1963.

Hann hætti hjá Marvel Comics árið 1966 eftir ágreining við Stan Lee en ástæður ágreinings hafa aldrei komið fram. Þeir Lee hafa ekki talast við í mörg ár. Felstir halda að Ditko hafi hætt vegna óánægju með Lee en hann þótti ekki deila kastljósinu nógu vel með Ditko fyrir sköpun Köngulóamannins og Doktor Strange. Lee hafi alltaf haft meiri áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri frekar en myndasögunum.

Ditko fór yfir til erkifjenda Marvel, DC Comics en vann einnig fyrir minni myndasöguútgáfur eftir fráhvarf sitt frá Marvel. Í seinni tíð sneri hann aftur til Marvel og vann einnig sjálfstætt.

Margir hafa minnst Ditko á samfélagsmiðlum í dag, meðal annars Marvel sem sagði Ditko hafa breytt myndasöguheiminum

DC Comics sögðu Ditko hafa sýnt okkur öllum hetjuna sem býr innra með okkur

Leikstjórinn Kevin Smith þakkaði Ditko fyrir að dýpka bandaríska poppmenningu

Auglýsing

læk

Instagram