Sölvi Tryggva gerir heimildarmynd um fótboltalandsliðið

Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason vinnur að heimildarmynd um leið íslenska landsliðsins á Evrópumótið sem fer fram í Frakklandi árið 2016. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Í viðtali við Fótbolti.net segir Sölvi að hugmyndin hafi komið í sumar.

„Ég var staddur erlendis og sá umfjöllun um Kosta Ríka í kringum HM í sumar. Þar var fjallað um þetta fámenna land sem var að gera góða hluti á HM. Þá fór ég að velta því fyrir mér, ef Ísland hefði komist á HM þá hefði verið sorglegt að enginn hefði verið að gera heimildarmynd um þann árangur,“ segir hann.

Sölvi vinnur nú að því að fjármagna verkefnið:

Hugmyndin mín var að fylgja liðinu í gegnum undankeppnina og ná öllum þessum hliðarvinklum sem ég held að fólk átti sig ekki á. Þaðan er þessi hugmynd komin. Ég er byrjaður að skjóta efni en ég er að vinna í fjármögnun á myndinni. Þetta er allt á fyrstu stigum.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið á Fótbolti.net.

Auglýsing

læk

Instagram