Söngvarinn í Muse ferðast um landið og tekur sjálfsmyndir úr dróna, sjáðu myndirnar

Breska hljómsveitin Muse kom fram á tónleikum í Laugardalshöll um síðustu helgi. Matt Bellamy, söngvari Muse, nýtti tækifærið og hefur ferðast um landið undanfarna daga. Hann hefur birt myndir og myndbönd frá ferðalaginu á Instagram.

Sjá einnig: Skiptar skoðanir um víkingaklappið á Muse: „Hvert fer ég til að fá endurgreitt?“

Bellamy er á ferðinni ásamt Elle Evans, kærustunni sinni, og hefur notað dróna til að ná svolítið sérstökum sjálfsmyndum af parinu. Eða öllu heldur sjálfmyndböndum. Myndböndin eru öll í slow motion og sýna að þau eru meðal annars búin að koma við á Langjökli, Gullfoss og Geysi.

Sjáðu myndböndin hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

???

A post shared by Matt Bellamy (@mattbellamy) on

Honum finnst ekki leiðinlegt að leika sér að þessum dróna. Til gamans má geta að Muse sendi frá sér plötuna Drones í fyrra.

https://www.instagram.com/p/BI13g8WgD56/?taken-by=mattbellamy

Hann er ekki með á þessari mynd enda kannski ekki mikið pláss

https://www.instagram.com/p/BI2ad6Wg3YJ/?taken-by=mattbellamy

Bent hefur verið á að þau eru komin út fyrir reipið. Heilaga reipið!

Og mætt upp á Langjökul

View this post on Instagram

Monster trucking across #Langjokull glacier

A post shared by Matt Bellamy (@mattbellamy) on

Auglýsing

læk

Instagram