Stemning hjá Íslendingum í Tékklandi: Múnuðu á leiðinni á völlinn

Ísland mætir Tékklandi í forkeppni EM í fótbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Plzen og verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 19.30. Gríðarleg spenna er fyrir leiknum enda bæði liðin taplaus í forkeppninni.

Rúmlega 700 Íslendingar verða á leiknum á Doosan-leikvanginum í kvöld. Tveir þeirra gátu illa hamið spennuna á leiðinni á völlinn og múnuðu á vegfarendur úr rútunni í dag. Árvökull vegfarandi tók þessa skemmtilegu mynd sem sýnir tvo afar spennta íslenska rassa.

Tomas Rosicky, fyrirliði Tékka, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Á Fótbolti.net kemur fram að hann telji að Gylfi og Kolbeinn verði lykilmenn íslenska liðsins í kvöld:

„Þeir spila báðir á Englandi og þeir eru báðir reyndir. Þetta verður skemmtileg barátta við þá,“ sagði hann.

Rosicky er mikill aðdáandi Gylfa Sigurðssonar:

Hann er aðal maðurinn í íslenska liðinu. Ég skil ekki af hverju hann fór frá Tottenham. Hann spilaði alltaf vel hjá Tottenham. Ég veit ekki hvort hann vildi fara eða hvort Tottenham vildi losa sig við hann. Ég hef alltaf hrifist af honum og hann hefur sýnt öllum í Evrópu að hann er frábær leikmaður.

Á Fótbolti.net kemur einnig fram að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hafi ekki þorað að láta skeggið í kvöld.

„Við erum ekki búnir að tapa leik í undankeppninni og ég vildi ekki jinxa það með því að raka mig fyrir þennan leik,“ er haft eftir honum á Fótbolti.net.

Auglýsing

læk

Instagram