Sveinbjörg Birna tekur sæti Vigdísar Hauks á Alþingi

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tekur sæti á Alþingi í dag í fjarveru Vigdísar Hauksdóttur. Hún skipaði þriðja sæti á fram­boðslista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í síðustu alþing­is­kosn­ing­um.

Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, er einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins eftir að hafa óvænt tekið oddvitasæti framboðsins fyrir kosningar í vor.

Fleiri varamenn taka sæti í dag; þau Álfheiður Ingadóttir, Björn Valur Gíslason, Oddgeir Ágúst Ottesen og Óli Björn Kárason.

Ekki náðist í Sveinbjörgu við vinnslu fréttarinnar.

 

 

 

Auglýsing

læk

Instagram