Svona býr Björk Guðmundsdóttir í New York: Setur íbúðina á sölu á tæpan milljarð

Auglýsing

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett þakíbúð sína í Brooklyn í New York á sölu. Þetta kemur fram á vef tímaritsins Variety.

Verðmiðinn er níu milljónir dala, eða tæpur milljarður íslenskra króna. Í umfjöllun á vef Variety kemur fram að Björk og þáverandi kærasti hennar Matthew Barney hafi keypt íbúðina á fjórar milljónir dala árið 2009. Þau hættu saman árið 2015 og Björk greiddi honum 1,611 milljónir dala fyrir hans hlut.

Íbúðin er tæplega 280 fermetrar á stærð, fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna er hún öll hin glæsilegasta.

Ekki slæmt svefnherbergi hér á ferð

Og ekki er þetta verra

Auglýsing

Útsýnið er ekkert slor

Eflaust ekki leiðinlegt að sötra einn skítkaldan á þessum svölum

Snoturt barnaherbergi

Fallegt baðherbergi

Eldhúsið er glæsilegt í alla staði

Hrikalega falleg stofa

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram