Þakkar Tinder fyrir dóttur sína: „Annar vettvangur en að hittast drukkin á skemmtistað”

Auglýsing

Pétur Örn Gíslason eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærustu sinni Anítu Arnþórsdóttur. Pétur Örn og Aníta kynntust í gegnum smáforritið Tinder og Pétur er afar þakklátur forritinu.

Pétur setti mynd af dóttur sinni á Twitter í gær og þakkaði Tinder fyrir hana. Hann sagðist vera þakklátur fyrirtækinu að hafa gert honum kleift að búa til svo yndislega mannveru.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér en fleiri Íslendingar eru greinilega þakklátir Tinder þar sem fólk virtist geta tekið undir með Pétri. Pétur var ánægður með viðbrögðin. „Líkar þetta, vonandi verður þetta Tinder börnin þráður,“ sagði hann.

Í samtali við Nútímann segir Pétur að Tinder hafi gefið Íslendingum, og öðrum, tækifæri á að hittast á öðruvísi vettvangi.

Auglýsing

„Þetta var bara svona týpískt Tinder. Við byrjuðum að spjalla saman þar, eitt leiddi af öðru og svo liðu dagar og ár og allt í einu var barn mætt á svæðið. Þetta er bara annar vettvangur en að hittast drukkin á skemmtistað og það kom sér ótrúlega vel fyrir okkur.”

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram