Tíu þúsund króna seðill til sölu á 14 þúsund krónur

Íslenskur tíu þúsund króna seðill er boðinn til sölu á 139,99 dali, um 14 þúsund krónur, á uppboðsvefnum Ebay. Seðillinn er í útrýmingarhættu eftir að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tilkynnti um áform sín að afnema seðilinn úr umferð.

Sjá einnig: Máni lætur Benedikt heyra það vegna hugmynda um að afnema seðla: „Ógeðsleg árás á alþýðuna“

Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Uppboðinu lýkur klukkan 17 á morgun en enginn hefur boðið í seðilinn.

Talið er að um 100 milljörðum sé árlega skotið undan skatti á Íslandi. Aðgerðunum er ætla að ná í stóran hluta af því fé. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana,“ segir Benedikt á Vísi.

„Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila.“

Auglýsing

læk

Instagram