Tökum á Skaupinu lokið: „Ef eitthvað rosalegt gerist vinnum við launalaust því peningurinn er búinn“

Auglýsing

Anna Svava Knútsdóttir einn handritshöfunda Áramótaskaupsins segir að mörg erfið mál hafi komið upp á árinu sem erfitt sé að gera grín að en tökum á Skaupinu lauk fyrir helgi. Þetta er fimmta Skaupið sem Anna tekur þátt í en hún segir það vera með hefðbundnu sniði í ár.

Með Önnu voru þau Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson í handritsteymi en leikstjórn var í höndum Arnórs Pálma sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad.

Anna segir að nú sé tökum lokið og verkefnið komið á klippiborðið. Hún segir að hópurinn sé samt klár í að taka upp nýtt atriði ef eitthvað stórt gerist í þjóðfélaginu. „Ef eitthvað rosalegt gerist þá komum við saman og vinnum launalaust, því peningurinn er búinn.“

Saga Garðars og Dóri DNA voru glöð þegar tökum lauk

Auglýsing

Um framleiðsluna á Skaupinu í ár sá Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram