Topp 7: Persónur í Nágrönnum

Auglýsing

Eins og Nútíminn greindi frá á föstudag er leikarinn Alan Fletcher væntanlegur til landsins í janúar. Fletcher er þekktastur fyrir að frammistöðu sína í áströlsku sápuóperunni Neighbours, eða Nágrannar, sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 í áraraðir.

Í tilefni af komu dr. Karls Kennedy tók Nútíminn saman topp 7-lista yfir karaktera í Nágrönnum, sem við þekkjum öll og elskum. Við viljum endilega sjá ykkar útgáfur af listanum í athugasemdakerfinu. Sitt sýnist hverjum.

7. Karl Kennedy
Alan Fletcher sem leikur dr. Karl Kennedy byrjaði í Nágrönnum sem annar karakter. Hann lék óheiðarlega boxarann Greg Cooper en sá birtist einungis í fáeinum þáttum. Seinna fékk Fletcher hlutverk Karl Kennedy.

Karl er hverfislæknirinn sem alltaf er hægt að leita til. Hann er kvennabósi og hefur átt í erfileikum með að vera trúr konunni sinni Susan Kennedy. Hann er þrátt fyrir það einn af ástkærustu karakterum Nágranna.

Auglýsing

https://www.youtube.com/watch?v=RjS8-aqva9k

madge

6. Madge Bishop
Öll munum við eftir rámu en góðlegu röddinni hennar Madge Bishop. Madge var vinsæl meðal karlpeningsins í þáttunum og börðust félagarnir Lou Carpenter og Harold Bishop lengi vel um hana.

Hún valdi á endanum æskuástina sína hann Harold og ráku þau saman Harold’s store (áður Daphne’s, áður The Hungry Bite, áður The Holy Roll, áður The Coffee Shop, áður The General Store).

Við gleymum seint síðasta atriði Madge í þáttunum en hún lést úr krabbameini í örmum Harolds. Takið fram tissjú:

kylie

5. Charlene Mitchell
Charlene var líklega ekki einn af eftirminnilegustu karakterunum úr Neighbours. Hún var uppreisnagjarn unglingur sem átti í erfiðu sambandi við móður sína, Madge Bishop. Hún var hinsvegar leikin af Kylie Minogue sem átti eftir að slá í gegn á heimsvísu eftir leik sinn í Neighbours.

harold

4. Harold Bishop
Hinn elskulegi Harold hefur verið einn af mest áberandi karakterum Nágranna en hann var í þáttunum með hléum frá 1987 til 2011. Hann týndist nefnilega á hafi úti í fimm ár og hafði misst minnið þegar hann komst aftur til síns heima á Ramsey-götu.

Árið 2011 sagði hinn rúmlega sjötugi leikari Ian Smith þetta gott. Hann sagði í viðtali við The Sun að hann væri orðinn þreyttur á áreitinu sem fylgdi því að vera stjarna — og kominn með upp í kok á öllum óþokkunum sem kölluðu á eftir honum: „Feiti Harold“.

Það getur tekið á að leika þennan kurteisa og góða mann eins og sjá má á þessu myndbandi:

susan

3. Susan Kennedy
Susan flutti á Ramsey-götu árið 1994 og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með áhorfendum Nágranna.

Hún hefur meðal annars verið í sambandi við prest, gift sig, skilið og orðið ekkja. Hún hefur orðið móðir, stjúpmóðir og amma, misst minnið, fengið sjúkdómin MS og verið staðgöngumóðir fyrir dóttur sína, Libby. Hún hefur unnið sem þjónn, kennari, skólastjóri, blaðamaður, verið í námi og það nýjasta: framkvæmt hjónavígslur.

Lengst af hefur hún verið með dr. Karl Kennedy en samband þeirra hefur þó verið stormasamt og við erum ekki alltaf með á nótunum hvernig það stendur.

toadie

2. Jarrod Rebecchi betur þekktur sem Toadfish eða Toadie
Áhorfendur Nágranna hafa fengið að fylgjast með Toadie, eða Körtunni eins og hann er kallaður á íslensku, frá unglingsárum.

Toadie byrjaði sem bekkjargrínarinn sem var með stöðuga stæla í skólanum. Hann var með sítt að aftan og var vinsælasti útvarpsmaðurinn á útvarpsstöð skólans. Hann flakkaði á milli heimila en ákvað svo að taka sig saman og mennta sig sem lögfræðingur.

Ryan Moloney, sem leikur Toadie, hefur komið fram í fjölda raunveruleikaþátta í Ástralíu eins og Celebrity Big Brother, þar sem hann endaði í 3. sæti, og Celebrity Wedding Planner.

robinson

1. Paul Robinson
Allir hata Paul. Paul er aðalvondi karlinn í Nágrönnum en hann var ekki alltaf svona vondur. Paul byrjaði sem hljóðlátur ungur maður en breyttist seinna í sjálfumglaðan, gráðugan mann sem gerir allt til þess að fá sínu framgengt.

Paul er eini karakterinn sem hefur verið frá upphafi en hann kom fram í fyrsta þætti Nágranna árið 1985. Paul hefur því komið fram í 2.622 þáttum af Nágrönnum — fleiri en nokkur annar.

Skemmtileg staðreynd: Frá árinu 1985 hafa verið gerðar sex útgáfur af þemalagi þáttarins. Lagið var einnig þýtt og spilaði Stöð 2 upphafsstefið á íslensku um tíma.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram