Toto „hefna” sín á Weezer og gefa út ábreiðu af Hash Pipe

Hljómsveitin Toto hefur gefið út ábreiðu af laginu Hash Pipe sem Weezer gerðu frægt á sínum tíma. Með því eru þeir að bregðast við ábreiðu Weezer af laginu Africa sem er þekktasta lag Toto.

Toto tóku Hash Pipe fyrst á tónleikum í Vancouver fyrr í mánuðinum en nú er komin útgáfa af laginu á Spotify. Í maí á þessu ári gerðu Weezer sína eigin útgáfu af laginu Africa eftir áskorun frá aðdáendum á Twitter.

Steve Porcaro, hljómborðsleikari Toto segir að þeir hafi upprunalega ætlað að gera útgáfu af Weezer laginu Beverly Hills en hafi að lokum ákveðið að taka Hash Pipe.

„Mér fannst melódían í Hash Pipe betri. Ég elska líka skilaboðin í þessu lagi og við vildum gera þetta vel. Við vildum setja okkar stimpil á lagið en samt sýna því virðingu. Við bættum svolítið af skemmtilegum hlutum við sem ég vona að þeir hlæji að, ég vildi að ég gæti verið í herberginu þegar þeir hlusta á þetta,” sagði hann.

Hlustaðu á útgáfu Toto af Hash Pipe hér

Hér má svo heyra útgáfu Weezer af laginu Africa

Auglýsing

læk

Instagram