Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um tilraun til manndráps

Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður situr nú í gæsluvarðhald, grunaður um alvarlegt heimilisofbeldi gegn 27 ára gamalli konu. Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Maðurinn tók konuna meðal annars hengingartaki þangað til hún missti meðvitund. Lögregla rannsakar málið sem tilraun til manndráps.

Fram kemur í frétt Rúv að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudags í Holtunum í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og færður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis á sunnudag. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. desember.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn eigi annað ofbeldismál á skrá hjá lögreglu gegn þessari sömu konu.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram