Unglingur í Sádí-Arabíu handtekinn fyrir samskipti við bandaríska internetstjörnu, sagðist elska hana

Auglýsing

Samskipti hinnar bandarísku Christinu Chrockett og unglingsins Abu Sin frá Sádí-Arabíu hafa vakið heimsathygli. Þau þó gert það að verkum að hann þurfi að afplána allt að þriggja ára fangelsi.

Crockett er þekkt í Bandaríkjunum fyrir beinar útsendingar sínar á síðunni YouNow og valdi hún Sin sem gest á rás sinni fyrir um tveimur mánuðum.

Þegar hún fær gest á rásina skiptist skjárinn í tvennt. Öðru megin á skjánum er mynd af henni og hinu megin er mynd af gestinum. Áhorfendur geta horft og hlustað á samræðurnar.

Auglýsing

Sin var afar spenntur að hafa náð í gegn og lýsti því ítrekað yfir að hann elskaði Crockett. Hann talar litla ensku og skildu þau því lítið af því sem hitt hafði að segja.

Myndskeiðið af samskiptum þeirra náði miklu flugi á internetinu og fékk hún hann nokkrum sinnum til viðbótar í heimsókn á rásina sína.

Samskipti þeirra náðu einnig augum yfirvalda í Sádi Arabíu og var hann handtekinn fyrir um hálfum mánuði fyrir óviðeigandi hegðun og brot á trúarlegum gildum.

„Hann talaði ekki mikla ensku en hann var mjög orkumikill og mjög spenntur að vera á rásinni minni,“ segir Crockett í myndskeiði sem hún birti á YouTube til að bregðast við gríðarlega mikilli athygli sem hún fékk eftir að Sin var handtekinn.

Hún segist ekki vita nákvæmlega hversu gamall hann er. Á netinu segist hann vera 21 árs en hún bendir á að hann líti út fyrir að vera mun yngri.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram