Útskýrir hvers vegna verðsvæðin á Arcade Fire tónleikunum voru sameinuð: „Ég átti satt að segja ekki von á neinu ósætti”

Auglýsing

Tónleikagestir á tónleikum Arcade Fire í Laugardalshöll síðastliðið þriðjudagskvöld kvörtuðu nokkrir yfir því að engin skipting hefði verið á tónleikasvæðinu. Fyrir tónleikana var hægt að kaupa miða á A og B svæði, miðinn á A svæði var dýrari. Tónleikahaldarinn Þorsteinn Stephensen hefur ný útskýrt hvers vegna svæðin voru sameinuð.

Hann birti yfirlýsingu á Facebook síðu Hr. Örlygs þar sem hann segir að einungis 79 miðar hefðu selst á B svæðið en 4000 miðar á A svæðinu. Því hefðu það orðið mikil mistök að halda því fyrirkomulagi sem upphaflega var ákveðið.

Sjá einnig: Verðsvæðin á tónleika Arcade Fire sameinuð: „Getur einhver útskýrt fyrir mér grínið að rukka meira fyrir A svæði þegar það voru engin mismunandi svæði?“

Svæðið var sett upp fyrir um 6500 manns og skyndiákvörðun hafi verið að stytta og þrengja salinn og sleppa B svæðinu. Þeir 79 sem hafi keypt miða á það svæði hafi því fengið óvæntan glaðning. Hann segist ekki hafa átt von á ósætti vegna málsins en skilur þá aðila vel sem hafa kvartað.

Auglýsing

„Það var hins vegar ekki þannig að þeir sem keyptu miða á A svæði hafi verið hlunnfarnir. Það voru einfaldlega þessar 79 manneskjur sem keyptu miða á B svæði sem fengu meira en þau áttu von á og slíkt getur gerst við ýmis tilefni t.d. þegar maður fær óvænt betra sæti í flugvél en það sem greitt var fyrir.”

Þá talar hann um hversu vel tónleikarnir sjálfir hafi tekist og segir þá vera einu þá bestu í Íslandssögunni. Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan.

Sjá einnig: Söngvari Arcade Fire með DJ-sett á Húrra

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram