Var með ónot í maganum yfir væntanlegu doktorsnámi, stofnaði frekar sprotafyrirtæki

Greiðslumiðlunarappið Kass kom út á dögunum. Fyrirtækið á bakvið Kass heitir Memento og var stofnað af þremur frumkvöðlum árið 2013. Fyrir þau sem ekki vita þá er Kass greiðsluapp fyrir alla, óháð banka og símafyrirtæki. Í appinu er hægt að rukka, greiða og splitta kostnaði.

Kristín Péturs, útsendari Nútímans, hitti frumkvöðlana Arnar Jónsson og Gunnar Helga Gunnsteinsson en þeir stofnuðu Memento ásamt Jóni Dal Kristbjörnssyni.

„Við erum gamlir félagar úr menntaskóla,“ segir Arnar.

Við vorum harðákveðnir í að við vildum gera verkefni saman sem við hefðum brennandi áhuga á, svona verkefnið okkar.

Gunnar var að hefja nám þegar Arnar talaði við hann en hætti skyndilega við það. „Ég átti að byrja í doktorsnámi daginn eftir að ég talaði við Arnar og var með ónot í maganum yfir því. Mig langaði að gera eitthvað aðeins ferskara,“ segir hann.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan

Auglýsing

læk

Instagram