Bakaður þorskur á gríska vegu

Auglýsing

Hráefni:

 • 46 bitar þorskur
 • 5 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1/2 dl söxuð steinselja
 • 5 msk sítrónusafi
 • 5 msk extra ólívuolía
 • 2 msk bráðið smjör

Hjúpur:

 • 1 dl hveiti
 • 1 tsk þurrkað kóríander
 • 3/4 tsk paprikukrydd
 • 3/4 tsk cumin
 • 3/4 tsk salt
 • 1/2 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

Auglýsing

2. Blandið saman sítrónusafa, ólíuolíu og bráðnu smjöri í grunna skál. Leggið til hliðar.

3. Blandið saman í annarri skál hveiti, kryddi, salti og pipar. Leggið til hliðar.

4. Hitið olíu á pönnu( sem má fara inn í ofn). Þerrið fiskinn aðeins með eldhúspappír. Dýfið einu stykki í einu ofan í sítrónublönduna og svo strax í hveitiblönduna. Hristið stykkin lauslega, svo allt auka hveiti fari af þeim, áður en fiskurinn fer á pönnuna. Steikið fiskinn stutta stund, kannski um 2 mín á hvorri hlið.

5. Blandið hvítlauk við afganginn af sítrónublöndunni og hellið yfir fiskinn. Bakið þetta í ofni þar til fiskurinn er eldaður í gegn og hefur tekið á sig fallega gylltan lit (c.a. 10 mín). Takið úr ofninum og toppið með saxaðri steinselju.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Franskar makkarónur með lime

Franskar makkarónur með lime

Besta bananabrauðið

Besta bananabrauðið

Instagram