Einfaldur pastaréttur í tómatlagaðri sósu með basiliku og parmesan

Hráefni:

 • 2 msk ólívuolía
 • 1 msk smjör
 • 1 laukur skorinn smátt
 • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 dl vatn
 • 1/2 tsk sykur (má sleppa)
 • 1 dl rjómi
 • salt & pipar eftir smekk
 • 500 g rigatoni pasta soðið ( geymið 2 dl af soð-vatninu þegar pastað er klárt)
 • Parmesan og fersk basilika

Aðferð:

1. Bræðið smjör og ólívuolíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður glær og er farinn að mýkjast. Bætið hvítlauknum þá á pönnuna í 30 sek áður en niðursoðnu tómatarnir fara saman við. Bætið einnig 1 dl af vatni á pönnuna.

2. Setjið sykur, salt og pipar saman við og leyfið þessu að malla í um 5 mínútur. Setjið þá rjómann út í og mallið áfram í aðrar 5 mínútur. Hér má fara með töfrasprota í sósuna eða setja hana í matvinnsluvél og svo aftur á pönnuna. En það má einnig sleppa því.

3. Blandið næst soðna pastanu saman við ásamt örlitlu af soð-vatninu. Smakkið til með salti og pipar.

4. Berið fram með rifnum parmesan og ferskri basiliku.

Auglýsing

læk

Instagram