Franskar makkarónur með lime

Auglýsing

Margir mikla það fyrir sér að gera franskar makkarónur en ef maður dettur inná góða uppskrift þá er maður nokkuð fljótur að komast uppá lagið með að gera góðar makkarónur. Þessar hef ég gert fyrir jólin undanfarin ár og þær vekja alltaf jafn mikla lukku. Þegar góða gesti ber að garði þá er ekkert að gera nema grípa þessar úr frystinum og hella uppá kaffi.  

Makkarónur:

170 gr möndlumjöl

340 gr flórsykur

Auglýsing

2 eggjahvítur

1/4 tsk cream of tartar ( má nota vínsteinslyftiduft )

85 gr sykur

1 tsk lime börkur rifinn

örlítið salt

grænn matarlitur

Kremið:

3 msk ósaltað smjör við stofuhita

340 gr flórsykur

2 tsk rjómi

1 msk lime safi

1 tsk lime börkur rifinn

1/2 tsk vanilludropar

1/8 tsk salt

grænn matarlitur (má sleppa)

Aðferð:

1. Flórsykur og möndlumjöl sigtað saman í stóra skál og sett til hliðar.

2. Þeytið eggjahvíturnar, cream of tartar og salt saman á miðlungs hraða þar blandan byrjar aðeins að þykkna. Bætið sykrinum saman við og stífþeytið vel. Bætið næst lime berkinum útí og allra síðast fer matarliturinn saman við (magnið fer eftir því hversu grænar makkarónurnar eiga að vera en 2-4 dropar er viðmiðið). Hrærið aftur í 1 mín.

3. Næst er möndlumjöls blöndunni bætt varlega saman við eggin með sleif og blöndunni vafið varlega saman (ekki hræra hratt).

4. Þegar blandan er orðin teygjanleg og fín er hún sett í sprautupoka með stút og sprautað í jafnar doppur c.a. 2-2,5 cm. Best er að sprauta á sérstaka makkarónu mottu sem er sett á bökunarplötu því þá verða þær allar jafnstórar en það má líka setja smjörpappír á bökunarplötu.

5.  Næst skal slá bökunarplötunni nokkrum sinnum í borðið en þá losnar upp loft í kökunum (þetta er mjög mikilvægt)

6. Annað mjög mikilvægt er að láta þær síðan standa á borðinu í c.a 30-40 mín áður en þær fara í ofninn en þá myndast einskonar skel á þær sem kemur í veg fyrir að það komi sprungur í þær í ofninum.

7. Þær eru síðan bakaðar á blæstri við 140 gráður í c.a. 18-20 mín.

Hráefninu í kremið er öllu þeytt vel saman og sprautað á þegar skeljarnar hafa kólnað vel.

Þær geymast í frysti í nokkrar vikur og jafnvel mánuði í vel loftþéttum umbúðum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram