today-is-a-good-day

Kjúklingabringa í tómatlagaðri sósu með basil og hvítlauk borin fram með spaghetti

Hráefni:

  • 500 gr kjúklingabringur
  • salt & pipar
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 56 litlir tómatar skornir niður
  • 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • handfylli af ferskri basiliku, skorin gróft niður
  • 4 msk smjör
  • 1 pakki spaghetti eða linguine pasta

Aðferð:

1. Kryddið bringurnar rausnarlega með salti og pipar. Steikið þær upp úr olíu á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Þegar þær eru eldaðar í gegn eru þær lagðar til hliðar á fat eða disk.

2. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.

3. Notið sömu pönnu og áðan og setjið á hana tómatana og látið þá malla þar til þeir fara að maukast vel saman. Bætið þá hvítlauknum og smjörinu saman við og hrærið vel saman. Setjið næst kjúklinginn aftur á pönnuna og leyfið þeim að hitna í sósunni í nokkrar mínútur. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk. Loks er basilikan hrærð saman við. Berið fram með spaghetti og toppið með extra basiliku og/eða parmesan.

Auglýsing

læk

Instagram