Ofnbakaðar hvítlauks-parmesan kartöflur

Auglýsing

Hráefni:

  • 1.5 kg litlar kartöflur
  • 60 ml ólívuolía
  • 6 hvítlauksgeirar, skornir smátt eða rifnir niður
  • salt og pipar
  • 1 msk ítalskt krydd
  • 2 dl parmesan ostur, rifinn niður
  • 1 dl smjör
  • steinselja til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Sjóðið kartöflurnar í 5-8 mínútur.

Auglýsing

3. Takið stóra skál og blandið saman, ólívuolíu, hvítlauk, salti, ítölsku kryddi, pipar og parmesan osti. Skerið kartöflurnar í helminga og blandið vel saman við í skálina með parmesan blöndunni.

4. Á meðan bræðum við smjörið og steinseljuna saman í potti eða örbylgjuofni. Dreifið kartöflunum jafnt á ofnplötuna og bakið í um 25 mínútur. Gott er að snúa þeim við þegar eldunartíminn hálfnaður. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum er smjörinu hellt yfir allt saman. Berið fram strax og njótið.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram