Klístraðir kjúklingavængir

Þessir eru sætir, saltir, klístaðir og alveg sjúklega góðir!

Hráefni:

12 kjúklingavængir
2 msk sojasósa
1 msk fljótandi hunang
½ tsk rifinn hvítlaukur
½ tsk rifið engifer
¼ tsk sesam olía
1 tsk maíssterkja
2 tsk vatn
salt og pipar
sesamfræ og vorlaukur til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og raðið kjúklingavængjunum á plötuna. Kryddið með salti og pipar. Bakið vængina í c.a. 30 mín.

2. Á meðan hitið þið í litlum potti, sojasósu, hunang,hvítlauk og engifer. Setjið maíssterkjuna ásamt vatni í skál og hrærið vel. Þegar fer að sjóða í pottinum þá hellið þið maísblöndunni saman við og blandið vel saman þar til blandan þykknar. Takið pottinn af hitanum.

3. Takið kjúklinginn úr ofninum og penslið hann létt með sósunni. Setjið hann aftur inn í ofn og bakið í 10 mín. Takið hann svo úr ofninum aftur og setjið í stóra skál. Hellið afgangnum af sósunni yfir og blandið vel. Skreytið með sesamfræjum og blaðlauk.

Auglýsing

læk

Instagram