Bakvið tjöldin með Eiði Smára Guðjohnsen í risaherferð fyrir Skyr, sjáðu myndbandið

Eiður Smári Guðjohnsen er í aðalhlutverki í risaherferð fyrir Skyr sem var frumsýnd á RÚV á meðan forkeppni Eurovision fór fram í gær. Eiður Smári er á leiðinni á EM í fótbolta með landsliðinu en liðið var tilkynnt á mánudag.

Herferðin er afar vegleg og var framleidd af auglýsingastofunni Maurar og framleiðslufyrirtækinu SagaFilm. Í herferðinni er stiklað á stóru yfir feril Eiðs Smára ásamt því sem sýndar eru hliðar á honum sem sjaldnar hafa fengið að sjást út á við. Allt ferlið bakvið tjöldin var myndað og sett saman en afraksturinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Umrædd auglýsing er svo í lok myndbandsins.

Það er viðeigandi að Eiður komi fram í auglýsingu fyrir Skyr þar sem hann hefur að eigin sögn borðað skyr frá því að hann man eftir sér og er sannfærður um að skyrið hafi spilað stórt hlutverk í árangri hans sem íþróttamanns.

Mamma var að rifja upp með mér um daginn að “gyð” var eitt af fyrstu orðunum sem ég lærði. Í hvert skipti sem ég var svangur þá heimtaði ég “gyð”. Þá var ég að sjálfsögðu að meina Skyr.

Frá því að hann hóf að spila erlendis hefur hann beðið fjölskyldu, vini og vandamenn um að grípa með sér nokkrar skyrdósir ef þau hafa verið væntanleg út til hans í heimsókn.

Eiður er aldursforsetinn í landsliðinu sem fer á EM, 37 ára gamall, og er jafnframt leikjahæsti maður liðsins.

„Ég fyllist stolti í hvert skipti sem ég klæðist íslenska landsliðsbúningnum. Með því að vera hluti af liðinu sem fer á EM í sumar þá er minn stærsti draumur frá því að ég var lítill gutti búinn að rætast,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram