Biðu í kuldanum í tvo sólarhringa til að kaupa strigaskó Kanye West, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Röð byrjaði að myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á miðvikudag. Menn mættu með svefnpoka og tjöld og bjuggu sig undir að dvelja fyrir utan verslunina þangað til á föstudagsmorgun klukkan 11.

Sjá einnig: Adidas-skór Kanye West koma til Reykjavíkur: „Eftirspurnin er strax orðin svakaleg“

Hvað fær fólk til að bíða í röð á Hverfisgötunni í tvo sólarhringa? Nýir Adidas-skór Kanye West. Skórnir komu í takmörkuðu upplagi og aðeins í Húrra Reykjavík. Pétur Kiernan, útsendari Nútímans, hitti strákana í röðinni og ræddi við þá um þessa eftirsóttu skó.

Meira ▶️ Hvolpar spá fyrir um úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins, krúttlegasta Eurovision-spá allra tíma

Auglýsing

Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!

Auglýsing

læk

Instagram