Einhver hélt að þessi svakalega útgáfa af Hello ætti að laða ferðamenn til Singapúr

Þetta myndband birtist á Facebook á dögunum. Fram kemur að ferðmálaráð Singapúr hafi framleitt myndbandið en það er algjör misskilningur.

Cover of Adele’s latest hit single, „Hello“, produced for the Singapore Tourism Board.

Posted by Kenneth Tan on Friday, January 29, 2016

Myndbandið er stórkostlegt og sýnir þennan svakalega köggul „flytja“ Hello með Adele á meðan hann ferðast um heiminn, skoðar framandi menningu og hnyklar vöðvana.

 

Um er að ræða Bryan Hawn, sem er að eigin sögn alþjóðleg líkamsræktargoðsögn

Já, ókei

anigif_enhanced-7204-1454460892-4

Internetið er að missa sig yfir myndbandinu og er það komið upp í nánast tvær milljónir áhorfa. Einhverjir hafa séð í gegnum Singapúr-grínið og bent á að myndbandið sé ekki einu sinni allt tekið upp í Singapúr.

 

Kappinn ferðast víðar. Hér er hann til dæmis í Indlandi

anigif_enhanced-18898-1454459240-2

Og hér í Malasíu

anigif_enhanced-16020-1454459353-10

Sjálfur hefur Hawn bent á á Facebook-síðu sinni að myndbandið sé alls ekki tekið upp fyrir ferðamálaráð Singapúr. „Það er bara fyndinn orðrómur,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram