Elli Grill grillar í Páli Rósinkranz: „Ekki segja mér að vera rólegur maður”

Rapparinn Elli Grill og tónlistarmaðurinn Páll Rósinkranz koma báðir fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni um helgina. Þeir hituðu upp fyrir hátíðina í stórskemmtilegu myndbandi sem mjá sjá hér að ofan.

Í myndbandinu segja þeir félagar álit sitt á ýmsum hlutum. Þeir tala meðal annars um teygjustökk, silíkon brjóst, bland í poka og Reykjavíkurdætur.

Þeir eru sammála um að bland í poka sé úrelt en hafa mismunandi skoðanir á nútíma rappi og gítarsólóum. Þá vilja þeir ekki tjá sig um Reykjavíkurdætur.

Elli Grill segir að konan hans sé með silíkon brjóst og að hann sé sáttur með það en Páll segir að konan hans þurfi ekki á þeim að halda. Þegar þeir eru spurðir út í HM í Rússlandi fagna þeir mikið en á endanum segir Palli Ella að slappa aðeins af við litla hrifningu.

„Ekki segja mér að vera rólegur maður, hvað er að þér maður,” segir Elli Grill léttur.

Secret Solstice hátíðin hefst á fimmtudag en Páll Rósinkranz kemur fram með hljómsveitinni Jet Black Joe á fimmtudagskvöldið klukkan 21:10. Elli Grill kemur fram á laugardeginum klukkan 18.

Horfðu á myndbandið hér að ofan.

Auglýsing

læk

Instagram