Endurgerðu I’m on a Boat á stórkostlegan hátt með kennslustofuhljóðfærum, sjáðu myndbandið

Grínhópurinn Lonely Island sendi frá sér ofursmellinn I’m on a Boat árið 2009. Lagið sló í gegn og myndbandið líka en þegar þetta er skrifað er búið að horfa á það rúmlega 39 milljón sinnum á Youtube.

Grínistarnir hittu Jimmy Fallon í gær og endurgerðu lagið á ansi skemmtilegan hátt ásamt Fallon og húshljómsveitinni The Roots. Þeir skiptu út öllu blóti fyrir orð sem má segja í sjónvarpinu og fluttu lagið með hljóðfærum sem má finna í kennslustofum í Bandaríkjunum.

Útkoman er ekkert minna en stórkostleg! Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

https://youtu.be/FXrnuAOoM6A

Auglýsing

læk

Instagram