Framsókn svarar kökuskreytingum Bjarna með Framsóknarköku og bæta við stórkostlegu lagi

Sæbjörg Erlingsdóttir sem býður sig fram á lista Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi hefur ákveðið að fara að fordæmi Bjarna Ben í aðdraganda kosninga og baka köku. Sæbjörg lét sér það ekki nægja heldur söng hún frumasamið lag um flokkinn.

Sæbjörg birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hún sýnir kökuna og tekur lagið sem fjallar um flokkinn. „Þetta verður klárlega hittari,“ segir Sæbjörg í myndbandinu.

Hún segir kökuna sem skreytt er með Kit Kat súkkulaði og M&M vera táknræna fyrir flokkinn sem er samvinnuflokkur sem getur unnið með öllum. „Við getum unnið öll saman, við blöndumst öll saman, óháð flokk og lit“ segir Sæbjörg.

Með færslunni lætur hún fylgja eftirfarandi myllumerki,, #framsókn #framsóknarkakan #viðerummeðidda #áframvið #samvinnuflokkur #tökumhöndumsamam #höfumgamanlíka #égvaraðbakahahaha #100ár #ástáykkuröll 

Myndbandið má sjá hér að neðan

Er ekki í tísku að baka fyrir kosningar…eða hvað? ??? #framsókn #framsóknarkakan #viðerummeðidda #áframvið #samvinnuflokkur #tökumhöndumsamam #höfumgamanlíka #égvaraðbakahahaha #100ár #ástáykkuröll ???

Posted by Sæbjörg Erlings on Miðvikudagur, 4. október 2017

Auglýsing

læk

Instagram