Jón Daði sýnir hvar hann skoraði fyrstu mörkin sín: „Maður notaði trén sem stangir“

Ísland mætir Úkraínu í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Nú er að duga eða drepast fyrir strákana sem töpuðu fyrir Finnlandi á laugardag.

Jón Daði Böðvarsson er í hópnum í kvöld. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Jón Daða og fékk að skoða fyrsta heimavöllinn hans sem var að sjálfsögðu á Selfossi. Jón flutti ungur í bæinn og í garðinum við fyrsta húsið sem hann bjó í notaði hann meðal annars tré sem varnarmann. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram