Jón Viðar Jónsson hjólaði í RÚV í beinni útsendingu á RÚV, sjáðu myndbandið

Leiklistargagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson hjólaði í RÚV í beinni útsendingu á RÚV í þættinum Sjónvarp í 50 ár: Menning og listir í gærkvöldi. Jón Viðar var gagnrýnandi á RÚV á árum áður og er ekki ánægður með hvernig gagnrýni er afgreidd í dag.

Nútíminn tók saman brot af því sem Jón Viðar sagði í þættinum en viðtalið við hann vakti mikla athygli og var til dæmis mikið rætt á Twitter. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

https://twitter.com/whatthefuse/status/779796347721551872

„Þetta sem þessi stofnun er ennþá að bjóða upp á, þetta er auðvitað ekki nein gagnrýni. Þetta eru bara einhverjar upphrópanir,“ sagði Jón í þættinum.

Þetta er bara einhver plebbismi ríkjandi hér hjá stjórnendum og ykkur starfsmönnum þessarar stofnunar, að leyfa ykkur svona umfjöllun.

Egill Helgason og Eva María Jónsdóttir stýrðu þættinum en það stöðvaði Jón Viðar ekki í gagnrýni sinni á þátt Egils, Kiljuna. „Þetta er alveg eins og í Kiljunni. Hver hefur áhuga á því hvort að Páli Baldvini líkar við Kolbrúnu eða vísi versa? Þarna er fókusinn kominn á persónu gagnrýnandans,“ sagði hann.

Jón Viðar segir að það eigi að gefa gagnrýni miklu meira svigrúm. „Hér er hægt að hafa heilar málstofur um fótbolta. Menn töluðu mikið í eina tíð um talandi hausa — að það væri svo vont að vera með einhverja talandi hausa. Skiptir nú kannski einhverju máli hvaða hausar það eru og hvað kemur út úr þeim. En þetta er svo mikil heimska. Og þetta er í rauninni bara ósvífni við leikhúsið.“

Auglýsing

læk

Instagram