Klopp hrósar Íslendingum: „Hef aldrei séð þjóð standa svona fullkomlega með liði sínu“

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, þykir mikið íslenskra stuðningsmanna koma. Klopp ræddi um fótbolta við Gary Lineker á dögunum en brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir ofan.

Klopp sagði að England hefði ekki átt að detta út á móti Íslandi og að heimurinn hafi hlegið. „Það var ekki töff. En ég hef aldrei séð þjóð standa svona fullkomlega með liði sínu,“ sagði Klopp um íslensku stuðningsmennina.

„Maður heyrði bara góðar fréttir frá Íslandi og allir vildu fara til Frakklands að horfa á leikina. En degi fyrir leikinn heyrðu Englendingarnir bara um Brexit.“

Auglýsing

læk

Instagram